Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 64. fundur,  9. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:05]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum hér með mál sem við erum búin að reyna að ræða við stjórnarliða. Við erum búin að reyna að koma á framfæri áherslum umsagnaraðila sem hafa allir, nánast hver sem einn, kallað eftir samráði. Samráðið hefur ekki verið að finna heldur hefur þetta verið keyrt í gegn án þess að taka tillit til alþjóðasamninga, mannréttinda og ekki bara eins alþjóðasamnings heldur margra og af miklu skeytingarleysi gagnvart hagsmunum barna og fólks í viðkvæmri stöðu eins og við höfum ítrekað bent á hér, án þess einu sinni að fá hér inn í salinn fólk til að hlusta. Hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar hafa ekki sinnt kalli okkar um að koma og ræða þetta. Ef það hefði verið áhugi fyrir því að stytta tímann sem þetta tók hefði verið betra að ræða við okkur strax.