Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. .

784. mál
[17:25]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég las hérna áðan úr inngangi þessarar skýrslu þar sem stendur:

„Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum.“

Ég held að ríkisendurskoðandi hafi fengið gríðarlega stórt verkefni í fangið. Ég held að hann hafi afmarkað þá vinnu eins og hann taldi best. Ég er engan veginn að segja að hann hafi ekki sinnt einu eða neinu en hann svaraði ekki spurningum um hæfi. Hann gerði það ekki.