153. löggjafarþing — 81. fundur,  15. mars 2023.

útlendingar.

382. mál
[20:16]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Virðulegur forseti. Við erum stödd á þeim stað að það þarf að taka það sérstaklega fram að bráðaheilbrigðisþjónusta eigi að vera í boði fyrir fólk sem hér er á landinu. Það þarf að tiltaka það sérstaklega í þessum tilteknu lögum og það má velta því fyrir sér hvort hægt sé að gagnálykta um það í einhverjum öðrum lögum gagnvart einhverjum öðrum hópi fólks að hún sé ekki í boði. Alveg sama hvað hv. þm. Jódís Skúladóttir segir hér þá er þetta ekki neitt annað heldur en fegrunaraðgerð sem sjálfsagt og eðlilegt er að styðja, rétt eins og ég myndi taka heils hugar undir breytingartillögu þess efnis að það ætti að vera fínasta veður um næstu verslunarmannahelgi.