Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

verkefnastyrkir til umhverfismála.

[16:01]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Ég þakka aftur hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Í mínum draumaheimi þá myndi ég vilja að frjálsu félagasamtökin gætu gengið að, að því gefnu að þau uppfylli ákveðin hlutlæg skilyrði, ákveðinni styrkveitingu. Auðvitað væri það misjafnt eftir því hver potturinn væri, alla vega hlutfallslega, og í það minnsta helst að það væri einhver grunnur þannig að það væri langtímasamningur svo að félagasamtökin hefðu einhvern fyrirsjáanleika í sínum rekstri og gætu sinnt því sem þau vilja sinna. Það er hins vegar auðveldara um að tala en í að komast að tala um hlutlæga mælikvarða. Síðan er það líka þannig, og það er ekkert leyndarmál, að það tekur alveg gríðarlega mikinn tíma og mannafla hjá ráðuneytunum að sinna verkefnastyrkjum og ég er bara með mjög fámennt ráðuneyti sem er með næg verkefni og það er mikilvægt að svona fyrirkomulag sé skilvirkt. En ég tel líka mikilvægt að hv. þingmenn í viðkomandi þingnefndum kalli eftir þessum upplýsingum og fái kynningu á þessu (Forseti hringir.) og ég tel mikilvægt að það sé samræmi á milli ráðuneyta. Og þarna held ég að gagnsæið sé lykilorð.