Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 100. fundur,  27. apr. 2023.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. .

390. mál
[12:23]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég tel réttu viðbrögðin við athugasemdum ESA vera að bregðast við með þeim hætti sem minni hlutinn leggur til og hreinsa málið í raun upp á þann veg. En auðvitað er það alveg rétt sem hv. þm. Orri Páll Jóhannsson bendir á, að við erum með skýrslu Ríkisendurskoðunar til umfjöllunar og þar höfum við tækifæri til þess að laga til, betrumbæta og auka fjárveitingar til eftirlits og rannsókna í þessari atvinnugrein. Ég hygg eða vona alla vega að þegar á reynir verði nokkuð breið samstaða í þinginu um það, en samkvæmt öllum þeim upplýsingum sem ég hef undir höndum, ekki síst úr umhverfisráðuneytinu, um það hvernig farið hefur verið með þetta mál þá styð ég að sjálfsögðu þessa niðurstöðu.