Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 112. fundur,  30. maí 2023.

aðgerðir og barátta gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum.

496. mál
[15:03]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu, sem er mjög mikilvæg. Ég tek undir orð hv. þm. Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, að við þurfum ákveðna stefnubreytingu hjá stofnunum hins opinbera þegar kemur að þessum málum. Það kemur fram í skýrslu GREVIO að til að mynda börn sem búa við ofbeldi, jafnvel þó að þau verði ekki fyrir því sjálf en verða vitni að ofbeldinu — að rannsóknir sýna að skaðinn af því getur verið jafnvel alvarlegri en þegar þau verða sjálf fyrir líkamlegu ofbeldi. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins; sýslumenn, barnavernd, lögregla og fleiri, átti sig á þessu og bregðist við með viðeigandi hætti þegar börn búa við slíkt og geri ráðstafanir til að gera allt til að vernda barn gegn slíkum áhrifum. Þetta var nú það sem ég vildi leggja til í þessari örstuttu umræðu.