154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

framsal íslenskra ríkisborgara.

[15:28]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég endurtek: Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessu offorsi? Hvaða lög er verið að brjóta með því að hýsa drengina í sínu heimalandi? Það sem skiptir öllu máli er að hafa í huga hagsmuni barnanna, að gera það sem er þeim fyrir bestu. Stjórnvöld verða ávallt hafa í hug barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við verðum að virða vilja barnanna. Það er meginregla barnasáttmálans að börn eigi rétt á að tjá sig um eigin málefni. Það er jafnframt meginregla barnasáttmálans að gera það sem er barni fyrir bestu. Hver er vilji barnanna? Hefur hann verið kannaður af íslenskum stjórnvöldum? Munu íslensk stjórnvöld virða vilja barnanna eða senda þau brott úr landi gegn vilja þeirra?