154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[15:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Við leggjum til að fjármagnstekjuskattur hækki upp í 30%. Tilgangur þess er að þeir sem greiða fjármagnstekjur greiði í rauninni útsvar líka þannig að þeir 15 milljarðar sem koma inn vegna hækkunar fjármagnstekjuskatts renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem útsvar af fjármagnstekjuskatti. Einnig kemur þarna undir hækkun á persónuafslætti fjármagnstekna þannig að þegar allt kemur til alls þá eru þetta þau sem eru í efstu tekjutíund og greiða sér fjármagnstekjur sem koma til með að greiða þetta allt.