154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:16]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Hér er ríkisstjórnin að leggja til skattahækkun, sem er bein afleiðing af efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar sjálfrar og bein afleiðing held ég bara af samsetningu þessarar ríkisstjórnar, kynnt sem verðbólguaðgerð. Skattahækkun sem á engu að síður ekki að taka gildi fyrr en árið 2025 og ég myndi leyfa mér að segja spegill, ákveðið skattablæti þessarar ríkisstjórnar. — Þingflokkur Viðreisnar segir nei.