154. löggjafarþing — 80. fundur,  5. mars 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:32]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 954, um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hafa borist bréf frá menningar- og viðskiptaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 901, um styrki og samstarfssamninga, frá Bergþóri Ólasyni, og á þskj. 1027, um Ríkisútvarpið og útvarpsgjald, frá Óla Birni Kárasyni.

Þá hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1017, um heilbrigðisþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og einstaklinga sem hafa fengið vernd, og á þskj. 1024, um starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, báðar frá Birgi Þórarinssyni, á þskj. 997, um endurgreiðslu kostnaðar vegna ófrjósemi, frá Andrési Inga Jónssyni, og að lokum á þskj. 1016, um viðbragðstíma og kostnað vegna bráðatilfella á landsbyggðinni, frá Guðrúnu Sigríði Ágústsdóttur.