154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[12:44]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svarið og ég get tekið undir það að samkeppni á matvörumarkaði skiptir gríðarlegu máli og bara samkeppni almennt á Íslandi. Ég held að það þurfi m.a. að styrkja Samkeppniseftirlitið talsvert til að geta beitt þeim heimildum sem það hefur og varðar neytendur, stofnun sem varar eindregið við frumvarpinu eins og það lítur út á þessu stigi máls. Hefur hv. þingmaður engar áhyggjur af því að heimildirnar séu — þrátt fyrir að e.t.v. hafi góður hugur legið að baki þegar gerðar voru breytingar á frumvarpinu sem var einfaldlega að verulegu leyti gallað þegar það kom inn í þingið eins og hér hefur verið farið yfir í dag. Getur hugsast að við ættum kannski að ganga aðeins hægar um gleðinnar dyr, að hér sé verið að samþykkja víðtækari undanþágur en yfirlýst markmið frumvarpsins kalla á að séu lögfestar?