131. löggjafarþing — 20. fundur,  5. nóv. 2004.

Mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög.

235. mál
[12:55]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Ég tek undir það með hv. þm. að ef við getum bætt vinnubrögð þá er einboðið að menn geri það. En þar með er ekki endilega sagt að ætíð þurfi að koma til breytingar á lögum. Ég nefndi áðan dæmi um auglýsingar og að auðvelt ætti að reynast að lagfæra framkvæmdina. Það má hreinlega spyrja hvort fræða þurfi almenning betur um rétt sinn og annað sem því tengist.