131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:25]

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Náttúruminjasafn Íslands er 115 ára gömul stofnun á þessu ári, ein af elstu menningarstofnunum Íslands. Safnið hefur búið við mikil þrengsli í bráðabirgðahúsnæði í tæp 40 ár. Undanfarna áratugi hefur verið unnið að endurbótum og búið í haginn fyrir önnur söfn, höfuðsöfn í landinu, nú síðast Þjóðminjasafnið með myndarlegum hætti.

Hér er gert ráð fyrir að veittar yrðu 20 millj. kr. til undirbúnings aðgerða í málefnum Náttúruminjasafns Íslands, þetta yrði fyrsta skrefið í endurreisn safnsins. Hér er um að ræða táknræna fjárhæð sem gæti verið viljayfirlýsing frá þinginu um áframhaldandi uppbyggingu safnastarfs í landinu. Það er komið að Náttúruminjasafninu. Ég segi já.