131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Greiðslur yfir landamæri í evrum.

212. mál
[14:16]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við þetta er ekki miklu að bæta. Ég gerði grein fyrir sjónarmiðum mínum og hv. þingmaður hefur gert grein fyrir sínum. Það kemur fram í máli hans að þetta muni hafa í för með sér einhverjar tilfærslur á kostnaði. En fróðlegt væri að heyra álit hans á því hvort það sé ekki svolítið stílbrot hjá frjálshyggjumönnum að setja viðskiptaaðilum skorður að þessu leyti. Ég er í sjálfu sér ekki að gagnrýna það í mínu máli, nema síður sé, mér finnst það ekkert óeðlilegt en það væri fróðlegt að heyra hv. þm. Pétur H. Blöndal tjá sig um þetta efni.