131. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2005.

Fsp. 5.

[15:36]

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir svarið sem var ágætt svo langt sem það náði. En það náði ekki alveg alla leið. Ég kaupi ekki þá skýringu að uppsagnir starfsmanna séu einvörðungu komnar til vegna starfsmats og launahækkana sem tengjast stofnanasamningum. Ég tel a.m.k. mikilvægt að fara nánar í saumana á málinu. Að því marki sem um slíkt er að ræða hlýtur það að teljast til fyrirhyggjuleysis af hálfu stjórnvalda, hver sem þau eru, að hafa ekki gripið fyrr í taumana. Er eðlilegt að láta slíkt fyrirhyggjuleysi bitna á starfsfólkinu, þannig að mörgum starfsmönnum, sem margir eiga langan starfsaldur að baki í Þjóðarbókhlöðunni, hefur verið sagt upp störfum?

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort ekki standi til (Forseti hringir.) að fara nánar í saumana á þessum málum af hálfu ráðuneytisins.