131. löggjafarþing — 71. fundur,  10. feb. 2005.

Geðheilbrigðismál, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra.

[12:49]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel vissulega þörf á því að bæta þjónustuna við fanga og gera þær breytingar sem líklegar eru til að vinna að því. Ég hef vitneskju um að núverandi fangelsismálastjóri hefur áhuga á þessu og hefur m.a. komið til okkar áhyggjum sínum af geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum. Ég hef fullan skilning á að vinna þurfi að málinu.

Einnig er mikil þörf á því í sambandi við skólana að samstarf sé á milli ráðuneyta. Verkefnisstjóri okkar hafði það einmitt með höndum að gera um það tillögur og erum við að fara yfir þær núna.