131. löggjafarþing — 96. fundur,  21. mars 2005.

Sveitarstjórnarlög.

639. mál
[19:05]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Sigurjón Þórðarson fór eins og köttur í kringum heitan graut eins og fyrri daginn þegar hann er spurður þessarar spurningar beint út. Ég get ekki lesið það öðruvísi en með nákvæmlega sama hætti og sl. fimmtudag, að Frjálslyndi flokkurinn er á móti tekjutilfærslunni milli ríkis og sveitarfélaga. Og það er gott — eins og fyrir fjórum dögum — að það liggur fyrir.