131. löggjafarþing — 98. fundur,  22. mars 2005.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

659. mál
[14:33]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er gjarnan þannig með stjórnarandstöðuna að það er ríkissjóður þetta og ríkissjóður hitt og ríkissjóður allt. En mér fannst hv. þingmaður nokkuð djarfur þegar hann fór að tala um það tímabil þegar kratar fóru með stóriðjumál á Íslandi og ekkert gekk. (Gripið fram í.) Ég er alveg tilbúin til að taka þá umræðu en það vill hins vegar svo vel til að Framsóknarflokkurinn kom í iðnaðarráðuneytið og þá fóru hlutirnir að ganga miklu betur.