131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Lífeyrissjóður bænda.

696. mál
[11:12]

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil í mínu stutta andsvari bara þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir að koma með fram með þessar breytingar. Ég tel að þær séu til mikilla bóta. Eins og fram hefur komið hafa lífeyrisréttindi bænda verið mjög bágborin og það er kominn tími til að þau verði lagfærð.

Við ræddum það áðan í utandagskrárumræðunni um Lánasjóð landbúnaðarins hvort hægt væri að styrkja lífeyrisréttindi bænda með söluandvirði hans. Ég tel að þetta frumvarp sé mjög til bóta og þakka fyrir það.