131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[18:50]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt — Vatnsmýrin er mýri, samt byggja menn flugvöll þar. Hann er byggður niður á fast. Það var fyllt upp fyrir flugvellinum, þá var allt í lagi að hafa þetta á mýri, þá var það í lagi. Það er ekkert meiri mýri í Vatnsmýrinni en í Fossvoginum þar sem er miklu dýrara. Það er enginn vandi að ráða við það, fyrir utan það að ef við mundum grafa þarna jarðgöng fengjum við næga uppfyllingu til að fylla upp í alla mýrina. Ég sé það ekki sem vandamál.

Varðandi það að Vesturbærinn sé úthverfi, af hverju skyldi Vesturbærinn vera úthverfi? Það er út af flugvellinum.