131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[21:20]

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Já, þá fengum við að heyra þá skilgreiningu. Ég held hins vegar að tíminn gangi hraðar en hv. þingmaður áttar sig á. Stór-Reykjavíkursvæðið er nefnilega farið að ná til Keflavíkur, upp á Akranes og austur fyrir fjall, til Hveragerðis og Selfoss. Við þurfum að hugsa samgöngumannvirki til heilla fyrir land og þjóð með tilliti til þeirrar byggðaþróunar sem er. Ég segi það klárt og kvitt hér að stórhöfuðborgarsvæðið nær þennan stóra hring og þess vegna verður að taka tillit til þess.