131. löggjafarþing — 112. fundur,  18. apr. 2005.

Könnun á viðhorfi til álvers á Suðurlandi.

[15:30]

Gunnar Örlygsson (Fl):

Það er alveg rétt að það er ekki mikið um stórskipahafnir á Suðurlandi en ég geri ráð fyrir því að hæstv. ráðherra hafi kynnt sér Reykjanesið og til að mynda skoðað Helguvíkurhöfn þar syðra, enda er hún ansi stór og mikil, búin þeim kostum að geta tekið á móti stórum skipum og er í þessu kjördæmi.

Mér er líka spurn hvort sveitarfélögin á þessum svæðum hafi sett sig í samband við hæstv. ráðherra um sömu mál, hvort þau hafi sýnt þann metnað í verki að koma að máli við ráðherra og athuga möguleika á uppbyggingu álversiðnaðar á svæðinu.