131. löggjafarþing — 125. fundur,  7. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[10:39]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um um frumvarp til laga um að selja Lánasjóð landbúnaðarins og ég flyt hér frávísunartillögu.

Ég tel að það sé mikilvægt að skoða málefni landbúnaðarins heildstætt og þar með framtíð Lánasjóðs landbúnaðarins. Því legg ég til að frumvarpi um sölu á Lánasjóði landbúnaðarins verði vísað til ríkisstjórnarinnar og henni falið að skipa nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að vera stjórnvöldum og bændasamtökunum til samstarfs og ráðuneytis við mótun nýs grundvallar fyrir búvöruframleiðsluna og gera tillögur um ráðstafanir til að treysta byggð í sveitum. Eitt af verkefnum nefndarinnar verði að gera tillögur um framtíðarhlutverk og stöðu Lánasjóðs landbúnaðarins en ekki bara að leggjast með tærnar upp í loft eins og hér er gert ráð fyrir, leggja hann niður og selja.

Ég segi náttúrlega já, herra forseti, við því að samþykkja þessa tillögu.