132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Aðgerðir til að bæta heilbrigði Íslendinga.

157. mál
[14:24]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þessi nefnd hefur verið sett á laggirnar en vil einungis vegna þeirra orða sem hefur verið beint til hv. þm. Ástu Ragnheiðar taka fram að ég býst við að flestir þeir sem horfðu á skipan nefndarinnar hafi velt ákveðnu atriði fyrir sér. Eftir því sem best má lesa, a.m.k. af viðtölum, er dr. Jón Óttar Ragnarsson búsettur erlendis. Ef hann tekur sæti í nefndinni verður þá ekki um verulegan aukakostnað að ræða? Var ekki um sambærilega menntun að ræða hjá einstaklingum sem eru búsettir hér á landi?