132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Dýravernd.

312. mál
[15:45]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér er ljúft að svara þessum spurningum en ég veit ekki til þess að slíkar snyrtivöruprófanir hafi verið gerðar á dýrum hér á landi. Ég hef leitað upplýsinga um það og svarið við því er að það hefur ekki verið gert.

Hins vegar er það svo að prófun á snyrtivörum þarf ekki endilega að fylgja álag eða þjáning fyrir dýr en hér er hins vegar um fortakslaust bann við því að nota lifandi dýr til tilrauna eða prófana á snyrtivörum.