132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[10:50]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég get fullvissað hv. þingmann um að ríkisstjórnin getur svarað spurningum hans í dag og ef það er eitthvað sem verður ekki hægt að svara þá skulum við sjá hvað það er í lok dagsins. Ég tel að við sem erum hér viðstödd séum fullfær um að svara fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ég bið hv. þingmann að hafa engar áhyggjur af því.