132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:16]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég styð þessa tillögu og ég geri það ekki til að afhjúpa umrædda þingmenn eins og gefið hefur verið í skyn í umræðunni. Þeir hafa gert það ítrekað og þetta er ekki í fyrsta sinn. Við sjáum það á töflunni að þeir hafa ekki greitt tillögunni atkvæði. Ég greiði atkvæði með þessu vegna þess að ég hef starfað fyrir íþróttahreyfinguna á landsbyggðinni og þar er full þörf fyrir þessa fjármuni. Mér finnst mjög sérstakt að horfa upp á það að þingmeirihlutinn sjái það ekki og fylgi eftir tillögu sem breytir því ástandi og mismunun sem íþróttahreyfingin á landsbyggðinni býr við. Ég skora á hv. þingmenn, stjórnarliðana, að endurskoða afstöðu sína og greiða þessari tillögu atkvæði sitt.