132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[15:16]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Hæstv. forseti. Eins og sést á töflunni hefur stjórnarmeirihlutinn á hv. Alþingi náð fram fjölþættum markmiðum með samþykkt þessara fjárlaga. Það er aðhald í fjárlögunum, framfarir í fjárlögunum, skattalækkanir og tekjuafgangur. Þetta endurspeglar gríðarlega sterka stöðu ríkissjóðs sem er afrakstur áralangs starfs við að bæta fjárlagagerðina, framfylgd fjárlaga og stöðu ríkissjóðs. Það má enn bæta og stjórnarmeirihlutinn mun halda því áfram í þágu þjóðarinnar.