132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[12:19]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kom kannski ekki nógu skýrt fram hjá mér einmitt þetta sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði, að ákveðnir aðilar úti í bæ eiga ekki að geta stjórnað því sem fram fer á Alþingi. (Gripið fram í.) Það sem hér er að gerast er einmitt að aðilar úti í bæ eru að segja þinginu fyrir verkum og við fengum mjög skýr skilaboð um það á fundi félagsmálanefndar á laugardaginn ef ég man rétt. Eins og ég sagði áðan í ræðu minni rann þá upp fyrir mér ljós ef svo má segja og ég ákvað að ég mundi ekki vilja eiga aðild að þessum gerningi með þeim aðferðum sem þar skein í og við þá afstöðu vil ég standa.