132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[15:24]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil bara alls ekki hvernig þessar fyrirspurnir koma í þessa umræðu. Ég bara skil það ekki, fyrirgefið. (Gripið fram í.) Nei, nei, í fyrsta lagi: Hef ég talað niður til öryrkja og láglaunafólks? Það fullyrðir hv. þingmaður og ég bið hann um að staðfesta það og sanna það. (VF: Það er bókfært.) Það er bókfært! Það er ekki nóg að segja að það sé bókfært. Hann þarf að sanna það og það er engin sönnun að segja að það sé bókfært.

Síðan spyr hann mig hvort launaskrið sé láglaunafólki að kenna. Hef ég einhvern tíma sagt það. (VF: Þú gafst það í skyn áðan.) Það vill nefnilega þannig til að þegar ég kom inn á þing 1995 þá talaði ég mörgum sinnum um að lægstu laun væru skammarlega lág. Þá voru þau 42 þúsund. Það hefur sem betur fer breyst. Það tókst að hækka lægstu laun og ég ætla að vona að það takist áfram að hækka lægstu laun án þess að það hafi áhrif upp allan skalann. En svona fullyrðingar eins og hjá hv. þingmanni eru ótrúlegar.