132. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2006.

Áfengislög.

235. mál
[18:02]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir svör hans og athugasemdir. Ég vil líka minna þingheim á að boð og bönn eru ekki alltaf það rétta. Ég held að frekar væri ástæða til leggja meira í forvarnir þannig að menn lærðu að umgangast þá hluti sem þarna er um að ræða. Það á ekki banna. Það er ekki hægt í nútímaþjóðfélagi að mínu mati.