132. löggjafarþing — 81. fundur,  9. mars 2006.

Norræna ráðherranefndin 2005.

565. mál
[12:31]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmönnum þá ágætu umræðu sem hér hefur farið fram um skýrslu samstarfsráðherra. Menn hafa komið mjög víða við og ég veit ekki hvort mér vinnst tími til að svara öllu því sem fram kom í umræðunni en þingmenn verða þá að virða mér það til vorkunnar að tíminn er takmarkaður. Mér fannst gott að heyra …

(Forseti (JBjart): Svo háttar til, hæstv. ráðherra, að það eru margar spurningar sem ráðherra þarf að svara og tíminn er stuttur, en það mundi henta betur upp á þinghaldið ef ráðherra gerði hlé á ræðu sinni núna og héldi henni áfram eftir matarhlé.)

Það er sjálfsagt mál.