132. löggjafarþing — 83. fundur,  11. mars 2006.

Framhald umræðu um frumvarp til vatnalaga.

[12:18]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill af þessu gefna tilefni segja að hann hefur ítrekað svarað spurningum hv. þingmanna og forseti hefur ítrekað haldið fundi með formönnum þingflokka og boðið fram samninga um málsmeðferð í þessu máli. Þeim tilboðum hefur einfaldlega öllum verið hafnað. (Gripið fram í.) Við svona kringumstæður hefur forseti ekki neitt annað ráð en að halda áfram fundum á Alþingi. Forseti vill taka það skýrt fram við hv. þingmann að honum finnst ekki rétt að blanda saman umræðum um fjölskyldustefnu eða fjölskyldumál við þingskapareglur hér á hinu háa Alþingi.