132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[16:19]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við munum ræða hér á eftir frumvarp um fiskrækt. Það er ljóst að það þarf að fara betur yfir það. Það er ágreiningur um það mál og verður farið betur yfir það. (JÁ: Við hvern?) Það er ágreiningur um hvernig málum þar skuli skipað til framtíðar.

Ég er þeirrar skoðunar að í sjálfu sér séu gömlu lögin um Fiskræktarsjóð og sú gjaldtaka sem þar er í mjög góðum farvegi, að orkan og stóriðjan greiði til fiskræktarinnar gjald hér eins og í Svíþjóð og Noregi. Það er sanngirnismál því um þetta má segja að farvegum getur verið breytt vegna virkjana og breytinga á straumvatni. Það hefur því verið mjög eðlilegt að inn í Fiskræktarsjóð komi gjald sem (Forseti hringir.) reyndar hefur nýst mjög vel í kringum fiskræktina.