132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[17:17]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í ræðum þingmanna ber töluvert á því að menn haldi að veiðiréttur í net sé hefðarréttur. Ég vil leiðrétta þann mikla misskilning, hann byggist ekki á hefð. Hið rétta er að í íslenskri löggjöf hafa verið ákvæði um veiði allt frá stofnun Alþingis árið 1000. Í Grágás, lögum þjóðveldis, kom meginreglan um einkaveiðirétt landeigenda fram.

Ef ég man rétt hljóðar meginreglan svo:

„Hver maður á veiði alla, fugla og fiska í landi sínu.“

Ég hef aldrei heyrt hér í sölum Alþingis hv. þingmann skamma svo stíft örfáa menn, eins og henti nú hv. þm. Gunnar Örlygsson, sem stunda netaveiði í kjördæmi hans. Við höfum farið yfir það, ég og hv. þm. Björgvin Sigurðsson, að við álítum þetta samningamál. (Forseti hringir.) Þetta hlýtur að vera samningamál og stangveiðimenn (Forseti hringir.) í landinu hafa í sambandi við veiðifélög flestar laxveiðiár landsins.

(Forseti (ÞBack): Ég bið hv. þingmenn og hæstv. ráðherra að virða ræðutíma þar sem hann er eingöngu ein mínúta.)