132. löggjafarþing — 95. fundur,  29. mars 2006.

Stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum Háskólans á Akureyri.

317. mál
[13:45]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Uppbygging Háskólans á Akureyri er ein best heppnaða mennta- og byggðaaðgerð landsins. Skólinn hefur vaxið og dafnað á eigin forsendum af miklum krafti en því hefur ekki verið fylgt eftir á tilhlýðilegan hátt með fjármagni. Það var vitað um fjárskort og fjárþörf Háskólans á Akureyri í haust við gerð fjárlaga en því var hafnað þá að leggja fram það fé sem þurfti.

Vandi ríkisháskólanna er sá að hæstv. menntamálaráðherra hefur meiri áhuga á að leggja fram fjármagn og byggja upp einkarekna háskóla sem bjóða upp á nám sem er í tísku en að standa af fullri einurð á bak við ríkisháskólana eins og t.d. Háskólann á Akureyri. Að mínu viti væri t.d. nær að leggja það fjármagn sem hefur verið lagt í að undirbúa álver í Eyjafirði (Forseti hringir.) til eflingar Háskólanum á Akureyri. (Forseti hringir.) Það væri miklu sannari aðgerð.