132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[15:51]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hér hefur hæstv. iðnaðarráðherra mælt fyrir allmikilli nýbreytni í skipan byggðamála, rannsókna og nýsköpunar sem lýtur að byggðamálum. Er þar sjálfsagt að mörgu að hyggja. Það var með stolti sem Byggðastofnun var flutt til Sauðárkróks og höfuðmiðstöðvar hennar settar þar niður. Það sem ég spyr ráðherrann um er: Það stendur hvergi í þessu frumvarpi að höfuðstöðvarnar skuli vera áfram á Sauðárkróki eða ég hef a.m.k. ekki séð það þó að það sé sagt í orðum, en verður það svo? Í öðru lagi: Hvaða þættir þessarar nýju stofnunar eiga að vera þar formlega vistaðir, þ.e. að starfsfólk við aðalstöðvarnar á Sauðárkróki (Forseti hringir.) vinni?