133. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2006.

upplýsingalög.

296. mál
[15:38]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég gat um í ræðu minni er sú undanþága sem þingmaðurinn spyr um tilkomin vegna beinna ákvæða í fyrrnefndri tilskipun og það er reynt að hafa þessi lög í samræmi við umrædda tilskipun. Ef þar er eitthvert frávik eða eitthvað sem kemur hv. þingmanni, sérstaklega undarlega fyrir sjónir þegar hún rannsakar greinargerð frumvarpsins þá er upplagt að fá botn í slíkt mál í nefndarstarfi þingsins. Til þess er það starf hugsað.