133. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2006.

upplýsingar og samráð í fyrirtækjum.

231. mál
[18:53]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi fyrirspurnina um hve mörg fyrirtæki er hér um að ræða þá verð ég að biðja hv. þingmann afsökunar á því að ég hef þær tölur því miður ekki við höndina en mun sjá til þess að þær berist til félagsmálanefndar.

Varðandi ILO-samþykktina þá er það mál sem hefur verið lengi í viðræðum og aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki náð saman um en á vegum félagsmálaráðuneytisins og í samstarfi við Háskólann á Bifröst er verið að fara yfir þessi mál sérstaklega, auðvitað með þá von að við náum einhverri niðurstöðu í málið en það er í sjálfu sér engu við það að bæta sem áður hefur komið fram varðandi ILO-samþykktina. Það er verulegur ágreiningur milli aðila um hana þrátt fyrir leitast hafi verið við að ná samkomulagi en það liggur ekki fyrir.