133. löggjafarþing — 34. fundur,  23. nóv. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[14:34]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kom nú eiginlega bara hér upp í þessu andsvari til að gefa hv. þingmanni kost á að halda áfram með andsvar sitt. Vegna þess að mér finnst vanta útskýringar á því hvað hann á við þegar hann var að tala um hv. þm. Sigurjón Þórðarson. Var þetta eitthvert sérstakt tilefni sem þar var um að ræða? (Gripið fram í.)

Ég vona satt að segja að hv. þingmaður geti skýrt það út fyrir mér þannig að ég geti reynt að svara því í seinna andsvari.