133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[21:56]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég virði það algjörlega við hv. þingmann að hann skuli ætla sér að halda trúnað við félaga sína í þingflokki Framsóknarflokksins, geri enga athugasemd við það að hann skuli ekki svara spurningu minni í þessum efnum, en tel að hér hafi verið flutt afar merkileg ræða og ítreka það að hún var ærleg og ég tel að hún eigi eftir að verða áfram til umfjöllunar og skoðunar þegar þessu máli vindur fram hér í sölum Alþingis, í baklandi Framsóknarflokksins og meðal þjóðarinnar.