133. löggjafarþing — 57. fundur,  22. jan. 2007.

dómstólar og meðferð einkamála.

496. mál
[15:29]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekki alveg fyllilega tekið tillit til kjördæmaskipanarinnar, ef ég sé rétt, í frumvarpinu. En ég get ekki betur séð en að Hornafjörður heyri undir héraðsdóm Austurlands en Hornafjörður er í Suðurkjördæmi. Það er því gott að heyra að hægt sé að skoða ýmsar breytingar hjá hv. allsherjarnefnd og sérstaklega óskir sveitarfélaganna hvar þau vilja vera niður komin. Ekki hvað síst til að tryggja það að þessu verði þannig fyrirkomið að nægilegur fjöldi verði á bak við dómstólana þannig að skilvirkni verði höfð að leiðarljósi í þessum málaflokki.

Það væri ákaflega fróðlegt ef hæstv. dómsmálaráðherra, af því við ræðum dómstólana, kastaði fram hugmynd hvað varðar stjórnsýsludómstól. Það væri ágætt að fá að heyra fréttir af því hvað þeim hugmyndum líður hjá hæstv. dómsmálaráðherra.