133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak.

13. mál
[17:08]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður sem talaði hér síðastur er að vísu alvanur að gleyma sér algerlega í ræðustól en nú mælti hann nokkur merkileg orð, þ.e. um að gefa yfirbragð lögmætis. Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að tala um í umræðunni um þennan lista. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessi ágætu orð, „yfirbragð lögmætis“. Það er nákvæmlega það sem er að tilefnislausu verið að gera með þessari þingsályktunartillögu. Að öðru leyti er hv. þingmaður margmáll, skömmóttur og orðhákur til vansa eins og kom fram í þessari ræðu.