133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[16:08]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svarið við þessari spurningu er: Nei. Það kemur skýrt fram í greinargerðinni og kom skýrt fram í framsöguræðu minni. En hv. þingmaður getur ekki litið fram hjá því, eins og viðurkennt er í tillögugreininni, að mikið af náttúruauðlindum eru nú þegar í einkaeigu. Menn eiga ýmis réttindi í gegnum fasteignir sínar, jarðir eða lönd. Þau verða ekki frá þeim tekin þótt ýmsir þingmenn kannski vilji það. (LB: Var einhver að tala um það?)