134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[11:19]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi mat á þessum áhrifum er afskaplega erfitt að meta eitthvað sem ekki hefur verið til. Ég er viss um og hef heyrt mjög víða að mjög margir aldraðir hugsi sér gott til glóðarinnar að geta unnið og nýtt krafta sína lengur sem þeir hafa ekki getað gert hingað til vegna skerðinganna. Við munum væntanlega sjá nokkuð aukna þátttöku aldraðra, þeirra sem það vilja, á vinnumarkaði sem gefur svo ríkissjóði skatttekjur sem ekki er gert ráð fyrir í kostnaðarmati þessa frumvarps.

Það var haft samráð við aldraða við mótun þessara tillagna upphaflega og þær voru meðal þeirra baráttumála sem aldraðir hafa staðið fyrir lengi, þ.e. að aldraðir gætu unnið lengur og án þess að þeim væri (Gripið fram í.) refsað fyrir það í stórum stíl.