135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

fjárfestingar í jarðhita í Suðaustur-Asíu.

[15:18]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég er nú ekki bara að spyrja hæstv. forsætisráðherra um tölur, ég er líka að spyrja hann um afstöðu til þess að Íslendingar fari þarna út í gríðarlegar fjárfestingar og hvort hann telur að það verði mögulegt að fara þessa leið öðruvísi en að blandað verði saman einkaframtakinu og opinberum fyrirtækjum í orkugeiranum. Þar er þekkingin, þekkingin er í orkufyrirtækjunum, fjármagnið er hins vegar hjá einstaklingunum og fjárfestunum og hvernig þetta getur gerst án þess að þessir aðilar vinni saman get ég ekki séð fyrir mér en það getur vel verið að hæstv. forsætisráðherra sjái þá leið. Ég vildi gjarnan fá að heyra skoðun hæstv. forsætisráðherra á þessu.