135. löggjafarþing — 35. fundur,  3. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[15:54]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Undanfarinn áratug hefur þeirri stefnu verið fylgt að einfalda skattstofna og lækka skatta og afleiðingin er sú að við höfum séð stórhækkaðar tekjur ríkissjóðs af þessum sköttum.

Með þessari tillögu er horfið í öfuga átt. Það á að flækja kerfið andstætt við hugmyndir um einfalt Ísland. Það á að flækja það mjög mikið. Auk þess á að hækka skattinn í þeirri barnalegu trú að þá aukist skatttekjur ríkissjóðs. Reynslan sýnir einmitt hið öfuga. (Gripið fram í.) Þetta er mjög hvikull skattstofn og hann byggir á vilja fólks til að spara, leggja fyrir, hann byggir á vilja fyrirtækja til að greiða út arð, hann byggir á vilja fyrirtækja og einstaklinga til að selja eignir, bæði hlutabréf og fasteignir, og hann byggir á vilja manna til að geyma peninga á Íslandi.

Ég segi nei. (Gripið fram í: Alltaf á móti.)