135. löggjafarþing — 56. fundur,  30. jan. 2008.

landshlutabundin orkufyrirtæki.

301. mál
[15:42]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tel fulla ástæðu til að gagnspyrja fyrirspyrjandann og þátttakendur í þessari umræðu um hvernig þeir vilji að framtíðarskipun við raforkusölu í landinu sé háttað. Vilja þeir að samkeppnisþáttur og sérleyfisþáttur séu aðskildir eða ekki? Vilja þeir að eftir því sem hægt er sé reynt að koma á samkeppni í raforkusölu eða vilja þeir (Gripið fram í.) að einokunarskeiðinu sem að baki er sé með einhverjum hætti breytt þannig að við taki mörg einokunarfyrirtæki sem sitji hvert í sínum landshluta?

Það eru spurningar sem vert er að fá svar við vegna þess að ég veit að fyrirspyrjandi á eftir að tala hér. Þótt gott sé að tala upp í og ofan í kjósendur á ákveðnum landsvæðum þá fylgja því líka ákveðnar afleiðingar sem rétt er að menn geri jafnframt grein fyrir. (Forseti hringir.)