135. löggjafarþing — 63. fundur,  11. feb. 2008.

stefna ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðilsmálum.

[15:19]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Ég hygg nú að útúrsnúningar þingmannsins liggi í augum uppi. Það er hins vegar athyglisvert að hann svaraði í engu spurningum mínum. Einu sinni sem oftar hefur verið talað um fjórflokkinn á Íslandi, fjórflokkakerfið og o.s.frv., en það eru fáir menn sem hafa verið í fjórum flokkum og setið fyrir þá alla á Alþingi eins og hv. þingmaður.

Nú getur hann valið úr sínum blómabúkett hvaða afstöðu hann ætlar að hafa í þessu máli gagnvart Evrópusambandinu og öðrum málum. Ég tel það að vísu ekki öfundsverða stöðu en hann hefur valið sér þennan kost sjálfur.