135. löggjafarþing — 68. fundur,  25. feb. 2008.

5. fsp.

[15:28]
Hlusta

Sigfús Karlsson (F):

Herra forseti. Við höfum verið að ræða hérna um skattaskuldir og dráttarvexti. Ef hæstv. fjármálaráðherra vildi hlusta á mig. Hæstv. fjármálaráðherra kallar sjálfur á þessa athugasemd. (Fjmrh.: Framsóknar...) Hann bað um sjálfur, hæstvirtur. (Gripið fram í.) Eins og segir í 114. gr. laga um tekjuskatt er þar heimild til sýslumanna um að reikna dráttarvexti á skattaskuldir.

Án þess að vera að lengja mál mitt frekar þá langar mig til þess að spyrja. Ég hef upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu. Mig langar til að spyrja hæstv. fjármálaráðherra hvort það komi til greina að setja inn í skattalögin að sýslumenn fái líka heimild til þess að semja um eða lækka, jafnvel fella niður, dráttarvexti af skattaskuldum. Ég tel að það sé mjög mikið hagsmunamál. Það getur komið fyrir alla að skulda. En sá eltingaleikur sem hafður er af hálfu nokkurra sýslumannsembætta hér á landi við að innheimta skattaskuldir ásamt gífurlega háum dráttarvöxtum fer illa með nokkuð margar fjölskyldur og sundrar þeim. Í staðinn fyrir að geta samið og gengið frá sínum málum að þá eru þeir hundeltir eins og ótíndir glæpamenn. Ég spyr: Er eitthvað til tals að veita sýslumanni heimild til þess að fella niður eða lækka dráttarvexti af skattaskuldum?